Skipulagsmál


Sameiginleg skipulagsnefnd aðildarsveitarfélaga Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. fer með skipulagsmál undir yfirstjórn viðkomandi sveitarstjórna ásamt skipulagsfulltrúa og fjallar um svæðis-, aðal- og deiliskipulagsmál.

Ef óskað er eftir breytingu á aðal- eða deiliskipulagi eða samþykkt á nýju deiliskipulagi skal senda inn umsókn þess efnis til skipulagsnefndar. Hægt er að fylla umsóknareyðblaðið út rafrænt nema undirskrift, hún skal vera gerð með eigin hendi umsækjanda eftir að hann hefur prentað út útfyllt eyðublað.

Umsókn um skipulagsmál – EBL 100

Þá er einnig hægt að senda inn fyrirspurn til skipulegsnefndar og fylla þá út eftirfarandi eyðublað

Fyrirspurn til skipulagsnefndar – EBL 104

Samkvæmt 20. gr. skipulagslaga getur sveitarstjórn innheimt gjald fyrir þeim kostnaði sem til fellur vegna skipulagsgerðar, kynningu og auglýsingu skipulagsáætlunar.

Gjaldskrá 2017

Helstu lög og reglugerðir sem varða skipulagsmál
Skipulagslög nr. 123/2010
Skipulagsreglugerð nr. 90/2013
Lög um umhverfismat áætlana

Leiðbeiningar varðandi gerð skipulags og málsmeðferð skipulagsmála má finna  hér á heimasíðu Skipulagsstofnunar og á kortasjá embættisins má finna flestar gildandi aðal- og deiliskipulagsáætlanir.

Skipulagsnefnd fundar almennt á tveggja vikna fresti og eru fundir að jafnaði að morgni fimmtudags. Frestur til að skila inn gögnum fyrir fund er í lok fimmtudags vikuna á undan.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Uppsveita bs. | Dalbraut 12 | 840 Laugarvatn | Sími: 480-5550 | Kt. 580209-0170